fbpx


Hvernig veit ég að ég veit? (ný útgáfa 2014)

Hvernig-veit-eg-coverHöfundur: Björn Bergsson

Hvernig veit ég að ég veit? kom fyrst út sem tilraunaútgáfa árið 2001. Nú hefur hún verið endurskoðuð og gefin út aftur með breytingum.

Í þessari bók, sem ætluð er til kennslu á framhaldsskólastigi, er höfuðáhersla lögð á skapandi hugsun og frumlega rannsóknarvinnu. Markmiðið er að gefa nemendum innsýn í megindlega og eigindlega rannsóknaraðferðir og kenningar.

Efnið er sett fram með þeim hætti að nemendur geti gert sína eigin könnun eða vettvangsrannsókn með aðstoð kennara. Bókin ætti ekki síður að nýtast þeim sem vinna sjálfstætt að lokaverkefni sem felur í sér rannsóknarvinnu, hvort sem þeir hafa lært félagsfræði eða ekki.

280 bls., 2014, ISBN 978-9979-67-346-0

Björn Bergsson lauk BA-gráðu í þjóðfélagsfræði við Háskóla Íslands árið 1972 og stundaði framhaldsnám við háskólann í Manchester og Háskóla Íslands. Hann hefur langa reynslu af félagsfræðikennslu á framhaldsskólastigi og er einn af höfundum kennslubókarinnar Kemur félagsfræðin mér við?

Verkefni: