Leggur þú í ævintýralestur?

Tom og Elena frá Avantíu hvetja káta krakka til að lesa Óvættaför og önnur ævintýri!

 

 Þema ævintýralestursins er að LESA, LITA og SKAPA

 

Reglurnar eru þessar:

Lesa

Þú lest þrjár ævintýrabækur að eigin vali og fyllir út lestrarmiða.
Lestrarmiðanum skilarðu inn á næsta skólabókasafn.

Lita

Þú litar mynd af ævintýrum Tom og Elenu úr bókunum Óvættaför
• Þegar myndin er tilbúin merkir þú hana með nafni og skilar henni inn á skólabókasafnið.

Skapa

Þú skapar þitt eigið ævintýri, t.d. með því að:
• Teikna mynd
• Skrifa ævintýri
• Teikna myndasögu
• Búa til myndband
• Taka ljósmyndir

Í lok átaksins verða dregnir út veglegir vinningar – sjá nánar hér

 

Ævintýralesturinn stendur yfir frá 1. mars til 15. maí 2018

                        

 

Lesa meira um Ævintýralestur!                           Hér eru lestrarmiðarnir!                            Hér eru myndirnar!                       

Kennarinn.is – Verkefni fyrir Óvættaför 1-6

 

 

Hafa samband